Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning

11.5.2016 8:28

Færð og aðstæður

Vegir eru greiðfærir að mestu um allt land.

Hálendisvegir

Nú er byrjað að hlána til fjalla og jarðvegur víða orðinn mjög gljúpur. Vegslóðar á hálendinu eru afar viðkvæmir á meðan frost er að fara úr jörð og í verndarskyni er akstursbann nú þegar á mörgum hálendisvegum. Þeir sem hafa hug á hálendisferðum eru beðnir að kynna sér vel hvert hægt er að fara og hvar akstur er óheimill.

Vinna við Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin á brúnni lokuð  og er umferð stýrt með ljósum. Áætlað er að framkvæmdunum ljúki 20. júní nk.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum er ásþungi sums staðar takmarkaður við tíu, eða jafnvel sjö tonn. Nánari upplýsingar má sjá hér