Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning

3.5.2016 12:10

Ábendingar frá veðurfræðingi

Víða á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi hefur snjóað nokkuð frá í gærkvöldi. Á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum er hvasst og lítið skyggni, en skárra á Holtavörðuheiði. Dregur mikið úr bæði snjókomu og vindi, þegar líður á morguninn, einkum eftir kl. 10.

Færð og aðstæður

Vegir eru greiðfærir á Suður- og Suðausturlandi.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á Bröttubrekku og hálka á Laxárdalsheiði en annars að mestu greiðfært.

Snjóþekja eða hálka er á flestum fjallvegum á Vestfjörðum en þæfingsfærð á Steingrímsfjarðarheiði. Þungfært er á veginum norður í Árneshrepp. Ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.  Vegir á láglendi eru að mestu greiðfærir en þó er krap á nokkrum köflum.

Á Norðurlandi vestra er krapi nokkuð víða á láglendi en snjóþekja eða hálka á fjallvegum og víða éljagangur.

Norðaustanlands er snjóþekja á Hólasandi og hálkublettir á Mývatnsöræfum. Ófært er á Dettifossvegi. Greiðfært er að mestu á láglendi.

Á Austurlandi eru vegir greiðfærir á láglendi en hálka eða hálkublettir á nokkrum fjallvegum. Vegurinn um Öxi er ófær.


Vinna við Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin á brúnni lokuð  og er umferð stýrt með ljósum. Áætlað er að framkvæmdunum ljúki 20. júní nk.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum er ásþungi sums staðar takmarkaður við tíu, eða jafnvel sjö tonn. Nánari upplýsingar má sjá hér