Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning

2.5.2016 15:30

Ábendingar frá veðurfræðingi

Í dag kólnar smám saman á norðanverðu landinu og úrkoma á láglendi verður meiri
slydda en rigning. Norðvestantil hvessir og fer að snjóa á öllum helstu fjallvegum frá
Borgarfirði norður yfir Vestfirði og austur yfir Öxnadalsheiði. Þar er útlit fyrir
talsverða snjókomu og skafrenning í nótt og fyrramálið.

Færð og aðstæður

Vegir eru greiðfærir á Suður-og Vesturland. Nesjarvallaleið er opinn.

Á Vestfjörðum eru vegir greiðfærir fyrir utan hálkublettir á Hrafnseyrarheiði.

Á Norðurlandi vestra eru vegir greiðfærir en éljagangur er á Öxnadalsheiði og Þverárfjalli.

Á Norðausturlandi eru vegir að mestu greiðfærir en éljagangur er í Mývatnssveit og á Víkurskarði. Snjóþekja er á Hólasandi, Mývatnsöræfum og á Vopnafjarðarheiði. Ófært er á Dettifossvegi.

Á Austurlandi eru vegir að mestu greiðfærir en snjóþekja og éljagangur á Möðrudalsöræfum og Breiðdalsheiði en hálkublettir eru á Háreksstaðaleið og Vatnsskarði eystra, hálkublettir og éljagangur eru á Fjarðarheiði. Ófært er á Öxi.

Greiðfært er með Suðausturströndinni.

Vinna við Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin á brúnni lokuð  og er umferð stýrt með ljósum. Áætlað er að framkvæmdunum ljúki 20. júní nk.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum er ásþungi sums staðar takmarkaður við tíu, eða jafnvel sjö tonn. Nánari upplýsingar má sjá hér