Dýrafjarðargöng

Framkvæmdin felur í sér lagningu nýs vegar og nýrra ganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum, frá Mjólkárvirkjun í Arnarfirði að Dýrafjarðarbrú; 8,1 km af nýjum vegi og 5,6 km langra ganga. Því er um að að ræða 13,7 km langt vegstæði. Stytting á Vestfjarðarvegi verður 27,4 km.

Samvinna og samskipti á landssvæði eins og Vestfjörðum hljóta að vera háð því að samgöngur séu greiðar. Með það í huga er núverandi vegasamband á milli Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslu óviðunandi, hvort sem er út frá vegtæknilegu sjónarmiði, af öryggis ástæðum eða fyrir þær sakir að vegurinn er ófær stóran hluta vetrar og þar er snjóflóðahætta oft mikil. Því hefur verið ákveðið að ráðast í framkvæmdir til bóta á þessu, til að tryggja góðar og öruggar samgöngur og koma um leið á heilsárs vegasambandi á milli þessara sýslna.


Mynd 1: Yfirlitsmynd

Lengd ganga í bergi er áætluð 5.301 m, vegskálar 144 m og 156 m eða samtals 300 m. Heildarlengd ganga með vegskálum er áætluð 5.601 m. Hæð vegskálaenda er 35 m y.s. Arnarfjarðarmegin og 67 m y.s. Dýrafjarðarmegin. Gólf í göngum fer mest í 90 m y.s. í miðjum göngunum og er mesti lengdarhalli 1,5%.

Mynd 2: Þversnið

Þversnið er samkvæmt norskum reglum og nefnist T8, breidd þess er um 8,0 m í veghæð, þverskurðarflatarmál 53 m2.

Í göngum eru 10 útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Inni í göngunum eru 4 steypt tæknirými og 2 lítil fjarskiptahús utan ganga. Göngin eru malbikuð með steyptum upphækkuðum öxlum.

Mynd 3: Í báðum endum er útbúið rými fyrir vegagerðarmenn sem eiga að reka göngin, til að geyma skilti og ýmsan búnað og jafnvel hálkuvarnarsand til að nota í nágrenni ganganna.

Nýr vegur verður lagður beggja vegna gangamunna. Nýir vegir eru u.þ.b. 3 km Arnarfjarðarmegin og 4,8 km Dýrafjarðarmegin, samtals um 7,8 km auk tenginga. Vegurinn verður 8 m breiður með 7 m akbraut.

Í tengslum við vegagerð að göngum þarf að byggja nýjar brýr á Mjólká 14 m og Hófsá 16 m, sem er hluti verksins. Einnig þarf að byggja bráðabirgðabrú á Hófsá.

Mynd 4: Brú á Hófsá

Rafmagnsbúnaður og öryggisbúnaður er fjölþættur, mest af búnaðinum er í 4 tæknirýmum meðal annars 4 spennistöðvar. Símaskápar eru einu skáparnir sem festir eru á veggi ganga, allir aðrir rafbúnaðarskápar eru í tæknirýmum. Loftræsiblásarar 1 m í þvermál, eru 16 og eru tveir og tveir saman á 4 svæðum við tæknirýmin inni í göngunum.

Mynd 5: Mikið er af skiltum í göngunum öll upplýst

Í göngin skal leggja háspennukapla 3 einleiðara fyrir 132 kV spennu. Þetta er gert fyrir Landsnet, en Vegagerðin kemur fram fyrir hönd Landsnets í verkinu.

Mynd 6: Grunnmynd af tæknirými

Forval fór fram sumarið 2016 og sóttu 7 verktakahópar um að taka þátt í útboðinu og voru allir metnir hæfir, þeir eru:

o ÍAV hf. ,Íslandi og Marti Contractors Lth., Sviss

o ÍSTAK hf., Íslandi og Aarsleff frá Danmörku

o Metrostav a.s., Tékklandi og Suðurverk hf., Íslandi

o LNS Saga ehf. og Leonhard Nilsen & Sønner AS, Noregi

o Mt Höjgaard Iceland ehf., Höjgaard as Danmörku

o C.M.C di Ravenna, Ítalíu.

o Aldesa Construcciones, Spáni.

Útboðsgögn verða send út í nóvember og tilboð opnuð í janúar 2017

Eftirlit með framkvæmdinni allri verður boðin út í ársbyrjun 2017

Gögn vegna útboðs:

Dyrafjordur road tunnel Geol Report 2016 11
Dyrafjardargong_English translation_chapter 8-03 til 8-07
Deiliskipulag Dyrafjardargong Raudsstaðir
Deiliskipulag Dyrafjardargong Drangar
Mat a umhverfisahrifum, Alit Skipulagsstofnunar
Mat á umhverfisahrifum, endanleg matskyrsla
Dyrafjadargong_Jardfraediskyrsla+Teikn_2016
Dyrafjardargong_Jardfr_Vidaukar_A_B_C_D_E
Dýrafjarðargong Nidurstodur maelinga a fastmerkjum vegna jardganga a milli Dyrafjardar og Arnarfjardar, Vegagerdin januar 2010
Snjóflóðaaðstæður við Rauðsstaði
Staðbundið ofanflóðahættumat fyrir vinnubúðasvæði vegna Dýrafjarðarganga
4-1 Location map
4-2 General layout
4-3 Portal, technical room and emergency refuge space
4-4 Road in tunnel and portal

.
Innihald vefsins er eingöngu ætlað ákveðnum samstarfsaðilum Vegagerðarinnar og þarfnast sérstakrar aðgangsheimildar.
....
gisli.eiriksson@vegagerdin.is