Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-704
Útgáfudagur:05/05/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
G G02/03 Akreinar við vegamót


G02.21 Akreinar við vegamót

G02.22 Akreinar við vegamót

G03.11 Akreinar við vegamót

G03.21 Akreinar við vegamót

G03.31 Akreinar við vegamót
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þessi eru notuð áður en komið er að vegamótum til leiðbeiningar ökumönnum um hvaða akrein þeir skuli velja.

Vinnureglur um notkun:
Merki þessi skal setja um 50-100 m frá vegamótum þar sem breytingar verða á akreinum.
Í stað akreinamerkja (sem eru án texta) er hægt að nota akreinaleiðamerki F10.11 (sem eru með texta)

Þar sem umferðarhraði er yfir 80 km/klst skal einnig setja akreinamerki ásamt undirmerki J10.11 200-500 m áður en akreinabreytingar verða.

Dæmi um notkun G02.21 merkja á vegamótum.
Fyrst er G02.21 merki ásamt undirmerki J10.11 200 m frá vegamótum. Síðan eru 2 G02.21 merki þar sem ný akrein til vinstri hefst.