Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-020
Útgáfudagur:03/14/2007
Útgáfa:1.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
6 3.1 Fróðleikur um yfirborðsmerkingar

Endurskin yfirborðsmerkinga:

Vegmerkingar skiptast í vegmálningu og vegmassa. Vegmálning er mun þynnri en vegmassi og er hún notuð á fáfarnari leiðum.
Til að ná endurskini í vegmálningu er svokölluðum fallperlum (e. drop-on) sprautað yfir blauta málningu, þ.e. um leið og málningin er máluð á veginn.
Til að ná endurskini í vegmassa er fallperlum einnig sprautað yfir massann en að auki inniheldur vegmassinn svokallaðar blöndunarperlur (e. premix) sem eru oftast um 25% af heildarmassa vegmassans. Þeim mun hærra hlutfall blöndunarperla þeim mun hærra endurskin þegar línan slitnar.

Mikilvægt er fyrir virkni glerperlanna að þær sitji rétt í yfirborðinu.
  • Ef perlurnar liggja ofan á yfirborðinu gefa þær lítið endurskin.
  • Ef perlurnar liggja of ofarlega í yfirborðinu vilja þær losna úr vegna umferðarálags.
  • Ef perlurnar liggja of neðarlega í yfirborðinu gefa þær minna endurskin.
  • Glerperlur í yfirborði vegmerkinga endurvarpa ljósi til ljósgjafans og þar í kring.

    Ljósið frá bílnum endurkastast til bílsins

    Í bleytu tapast endurskin þar sem minni hluti ljóssins fer til baka. Stærri perlur skila betra endurskini.


    Ending yfirborðsmerkinga:
    Yfirborðsmerkingar á miðlínu (þ.e. á milli akreina) endast að jafnaði ekki nema tæpt ár en kantlínur endast að jafnaði í 2 ár.
    Það sem hefur mest áhrif á endingu línu er hve þykk hún er og hve gott slitlag er undir línunni.
    Umferðarþungi og nagladekkjanotkun ráða mestu um eyðingu yfirborðsmerkinga. Aðrir þættir eins og snjómokstur með stálplógum, söltun og tíðar frost/þýðu sveiflur skipta þó einnig máli.

    Málningarbíll að störfum: