Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-702
Útgáfudagur:05/05/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
G G01 Akreinamerki þar sem akrein endar / akreinar sameinast



G01.21 Vinstri akrein endar

G01.22 Hægri akrein endar

G01.31 Akrein lengst til hægri endar

G01.32 Akrein lengst til hægri endar

G01.41 Akrein lengst til vinstri endar

G01.51 Aðrein sameinast hægri akrein

G01.52 Aðrein sameinast akrein

G01.61 Akrein lengst til hægri er fyrir aðkomandi umferð
Reglugerð um umferðarmerki:
G01.21 Merki þetta er notað þegar komið er að stað á akbraut þar sem vinstri akrein endar.
G01.22 Merki þetta er notað þegar komið er að stað á akbraut þar sem hægri akrein endar.
G01.31 Merki þetta er notað á þriggja akreina akbraut þegar komið er að stað þar sem akrein lengst til hægri endar.
G01.32 Merki þetta er notað þegar komið er að stað á akbraut þar sem akrein lengst til hægri endar.
G01.41 Merki þetta er notað á þriggja akreina akbraut þegar komið er að stað þar sem akrein lengst til vinstri endar.
G01.51 Merki þetta er notað þegar komið er að stað á akbraut þar sem aðrein sameinast hægri akrein.
G01.52 Merki þetta er notað þegar komið er að stað á akbraut þar sem aðrein sameinast akrein.
G01.61 Merki þetta er notað þegar komið er að stað á akbraut þar sem akrein lengst til hægri er fyrir aðkomandi umferð.

Vinnureglur um notkun:
Merki þessi skal setja þar sem breytingar verða á akreinum.
Þar sem umferðarhraði er yfir 80 km/klst skal einnig setja akreinamerki ásamt undirmerki J10.11 200-500 m áður en akreinabreytingar verða.


Vara skal við aðreinum sem sameinast um 50-100 m frá sameiningu.