Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-378
Útgáfudagur:02/14/2014
Útgáfa:5.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
A A Viðvörunarmerki - Yfirlit

Almennar reglur
Reglugerð um umferðarmerki:
Viðvörunarmerkjum er ætlað að vekja athygli vegfarenda á því að vegur sé hættulegur eða á einhverri sérstakri hættu á vegi.
Viðvörunarmerki skal vera jafnhliða þríhyrningur með rauðum jaðri og gulum miðfleti. Eitt af hornum þríhyrningsins skal snúa upp, nema á merki A06.11 , þar skal eitt hornið snúa niður. Á gula fletinum skal vera svartlituð táknmynd þeirrar hættu sem framundan er.

Vinnureglur um notkun:
Stærð viðvörunarmerkja skal vera sem hér segir:
Gerð
Lengd
hliðarlínu
(mm)
Breidd
jaðars
(mm)
Horna-
þvermál
(mm)
A
a
r
Venjuleg
700
70
20
Stærri
900
90
30

Að jafnaði skulu viðvörunarmerki vera í 200 m +/- 50 m fjarlægð frá þeim stað eða svæði sem varað er við í hverju tilfelli, nema þar sem sérstakar aðstæður krefjast annars eða að annað er tekið fram.

Heimilt að nota fleiri en eitt merki ef hinn hættulegi vegarkafli er lengri en 500 m.

Á þjóðvegum utan þéttbýlis með árdagsumferð (ÁDU) yfir 500 bílar/dag skal nota stærri gerð merkja.

Á þjóðvegum innan þéttbýlis þar sem leyfður umferðarhraði er 60 km/klst eða hærri skal nota nota stærri gerð merkja.


File Attachment Icon
A.FH10
File Attachment Icon
Handbók A Viðvörunarmerki.doc