Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-019
Útgáfudagur:03/28/2006
Útgáfa:7.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
3.01 Myndun hálku

Show details for Veðurskilyrði sem valda hálkuVeðurskilyrði sem valda hálku
Show details for Landslag og kuldapollarLandslag og kuldapollar
Hide details for Flokkar hálkuFlokkar hálku
Flokkar hálku

  • Hrím
    Hrím myndast þegar veghiti er undir frostmarki og lægri en daggarmark. Daggarmark er það hitastig þegar loftraki þéttist og verður að dögg. Undir frostmarki breytist loftrakinn í vatnsdropa sem frjósa. Veghiti er stundum lægri en lofthiti, t.d. á morgnana eftir kaldar nætur. Hrím getur myndast allan sólarhringinn. Algeng og hættuleg hrímmyndun verður t..d. þegar veghiti er undir frostmarki eftir heiðskíra vetrarnótt og mikill raki í lofti, t.d. eftir flutning lofts frá hafi.
  • Frjósandi blautir vegir
    Frjósandi blautir vegir geta á skömmum tíma myndað mikla hálku. Íslag myndast þegar vegir eru blautir og veghiti fellur frá plús gráðu niður fyrir mínus. Frjósandi blautir vegir myndast þegar rigning fylgir í kjölfar heiðskírs himins og lofthita undir frostmarki getur veghitinn fallið undir frostmark og rigningin frosið. Á vorin og haustin geta einnig myndast frjósandi blautir vegir frá frjósandi bráðnunarvatni (eftir sólskinsdaga) ef snjórastir eru meðfram vegunum.
  • Ísing
    Íslag sem myndast á jörðinni í hrimþoku, frostúða eða frostrigningu. Hrím er hrjúft og ógegnsætt og myndast af allra smæstu dropum (hrímþoka, mjög fíngerður frostúði) en glerurngur er gegnsær og glerháll og myndast af stærri dropum (frostúði, frostrigning). Frostrigning er rigning þar sem sjálfir regndroparnir eru undir frostmarki (undirkæld rigning). Það gerist t.d. á eftir heiðskírum himni. Frostrigning getur leitt til þess að veghiti verði undir frostmarki og þá frjósa regndroparnir þegar þeir lenda á yfirborðinu.
  • Harðpakkaður snjór
    Harðpakkaður snjór er snjóþekja sem pakkast hefur undan umferð þannig að efsta lag þekjunnar er ummyndað í ís.
Show details for Vegir sem eru oft hálirVegir sem eru oft hálir