Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-019
Útgáfudagur:03/28/2006
Útgáfa:7.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
3.01 Myndun hálku

Hide details for Veðurskilyrði sem valda hálkuVeðurskilyrði sem valda hálku
Veðurskilyrði sem valda hálku
Augljós skilyrði
  • Snjókoma: Nýfallinn snjór er blanda af ískristöllum og örsmáum vatnsdropum. Vatnsinnihaldið ræður mestu um það hversu mikil hálka myndast þegar snjórinn treðst og líklegast er að vatnsinnihald sé tilögulega mikið þegar hiti er nálægt frostmarki. Þurr, nýfallinn snjór í miklu frosti getur reyndar einnig valdið mikilli hálku ef hann fellur á ísi lagðan veg.
  • Frostrigning, frostúði: Ef rigning eða úði fellur niður í kaldara loft geta droparnir kólnað niður fyrir frostmark og haldist samt fljótandi þar til þeir lenda. Þá frjósa þeir hins vegar samstundis og mynda harða klakabrynju á vegi og bílum. Úrkoma af þessu tagi myndast helst þegar hlýtt loft rennur yfir kalt loft sem liggur yfir landinu.
  • Rigning á ísaðan eða frostkaldan veg getur valdið mjög mikilli ísmyndun á veginum jafnvel þótt lofthiti sé yfir frostmarki.

Lúmskari skilyrði
  • Bleyta frýst á vegi. Í skúraveðri eða þegar léttir til eftir rigningu getur útgeislun og uppgufun frá veginum orðið til þess að yfirborð hans kólnar niður yfir frostmark jafnvel þótt lofthiti sé vel yfir frostmarki. Þá getur bleyta á veginum frosið mjög snögglega. Líkur á að slíkt gerist er að jafnaði mestar á kyrrum kvöldum eða að næturlagi en í skammdeginu getur þetta jafnvel gerst þótt sól sé enn á lofti.
  • Hnúkaþeyr. Þegar vindur blæs af fjöllum hlýnar hann við að fara niður hlíðarnar en þornar jafnframt. Slíkur vindur er því líklegur til að þurrka vegi á skömmum tíma en ör uppgufun veldur því einnig að vegurinn kólnar mikið. Þar sem vatn situr lengst, t.d. í hjólförum, gætu því myndast hálkublettir við þessar aðstæður
  • Lág þokuský eða þoka í frosti. Þegar þoka eða lág þokuský berast yfir frostkaldan veg getur mikill fjöldi örsmárra (ósýnilegra) dropa sest á veginn og frosið þar. Þetta getur leitt til að hálka myndast smám saman.
  • Héla getur myndast á vegi jafnvel í heiðríkju. Vatnsgufan þéttist þá og verður að ískristöllum án þess að verða fyrst að dropum. Þetta gerist ef vegurinn er kaldari en daggarmark loftsins. Líkur á hálku af þessu tagi er því mestar ef loftið er tiltölulega rakt en við slíku má einna helst búast á kvöldið og fram eftir nóttu.
  • Loftið hlýnar upp fyrir frostmark. Þegar hlýnar í lofti eftir frost má búast við að efsta lag íss, sem liggur á vegi, bráðni. Hálka getur því aukist verulega þar til ísinn er allur bráðnaður.
  • Sólbráð getur valdið því að efsta lag á snjó- eða ísþöktum vegi bráðnar. Það eitt nægir til að hálka eykst en einnig má búast við að sandur eða óhreinindi í snjónum "sökkvi" þar sem þau hitna meira en snjórinn. Þegar aftur frýs að kvöldi getur því myndast glært íslag.


Show details for Landslag og kuldapollarLandslag og kuldapollar
Show details for Flokkar hálkuFlokkar hálku
Show details for Vegir sem eru oft hálirVegir sem eru oft hálir