Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-019
Útgáfudagur:01/08/2007
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
2 Tæknilegar kröfur til umferðarmerkja

Show details for MerkjaplöturMerkjaplötur
Show details for Litur, lögun, stærð og táknmyndirLitur, lögun, stærð og táknmyndir
Show details for Merking umferðarmerkjaMerking umferðarmerkja
Show details for Flokkar yfirborðsefnaFlokkar yfirborðsefna
Show details for Reglur um gæðamat á nýjum skiltum og við endurnýjun skiltaReglur um gæðamat á nýjum skiltum og við endurnýjun skilta
Show details for Viðurkennd vörumerki endurskinsfilmaViðurkennd vörumerki endurskinsfilma
Show details for ViðloðunViðloðun
Hide details for EfnamótstaðaEfnamótstaða
Efnamótstöðuflokkur I
Sýni framleitt á sama hátt og skilti á að þola bað í 10 mín. í etanóli, í terpentínu ("white spirit"), eða bað í 1 mín. í tólúeni eða xýlani, án þess að viðloðun bregðist, efnið krumpist eða að blöðrur myndist.
Einnig þarf sýnið að þola bað í 10 mín. við 20°C í súlfóupplausn og eftir þurrkun bað í mettaðri natríumklóríðupplausn í 10 mín., án þess að nokkur merki sjáist um rifur, krumpun, mislitun, blöðrumyndun eða brest um viðloðun.

Efnamótstöðuflokkur II
Sýni framleitt á sama hátt og skilti á að þola bað í 10 mín. í etanóli, í terpentínu ("white spirit"), og bað í 1 mín. í tólúeni eða xýlani, án þess að viðloðun bregðist, efnið krumpist eða að blöðrur myndist.
Einnig þarf sýnið að þola bað í 10 mín. við 20°C í súlfóupplausn og eftir þurrkun bað í mettaðri natríumklóríðupplausn í 10 mín., án þess að nokkur merki sjáist um rifur, krumpun, mislitun, blöðrumyndun eða brest um viðloðun.

Efnamótstöðuflokkur III
Sýni skal uppfylla sömu kröfur og gæðaflokkur II og skal að auki vera veggjakrotsþolið.

Almennt er gerðar kröfur um að skilti séu í efnamótstöðuflokki II en ef kröfurnar eru aðrar kemur það fram í útboðslýsingu.
Tenging á heimasíðu ITÍ. Listi yfir viðurkennd vörumerki endurskinsfilma. Endurskinsfilmur og blek til nota á skilti á Íslandi