Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-019
Útgáfudagur:01/08/2007
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
2 Tæknilegar kröfur til umferðarmerkja

Show details for MerkjaplöturMerkjaplötur
Show details for Litur, lögun, stærð og táknmyndirLitur, lögun, stærð og táknmyndir
Show details for Merking umferðarmerkjaMerking umferðarmerkja
Show details for Flokkar yfirborðsefnaFlokkar yfirborðsefna
Hide details for Reglur um gæðamat á nýjum skiltum og við endurnýjun skiltaReglur um gæðamat á nýjum skiltum og við endurnýjun skilta
Ný skilti skulu uppfylla eftirfarandi:
  • Þegar skilti er skoðað í sólarljósi eða upplýst í myrkri má ekki vera merkjanlegur litamunur, á sama lit í sama skilti í 5 m fjarlægt frá því. Endurskinsfilmurnar verða að vera samstæðar.
  • Endurskin efna í efnamótstöðuflokki III sé meira en 90% af þeirri kröfu sem gerð er til nýs efnis sbr. ÍST EN12899-1:2001.
  • Ekki mega vera neinar áberandi sjáanlegar misfellur á yfirborði skiltisins, eða í límingu/samsetningu við málmplötu.

Við mat á því hvort þurfi að endurnýja eða gera við skilti, er litið á eftirfarandi atriði:
  • Yfirborðsefnið má ekki hafa flagnað af hlutum skiltisins,
  • Ekki mega vera nein svæði á skiltinu, þegar lýst er á það með bílljósi, þar sem endurskinið er áberandi frábrugðið endurskini á öðrum hlutum þess, eða endurskini nýs efnis,
  • Ekki mega vera nein svæði á skiltinu, í dagsljósi, þar sem litamismunur kemur fram innan svæðis, eða litur er mjög frábrugðinn lit á nýju efni af sömu tegund og notað var við framleiðslu skiltisins,
  • Bókstafir og önnur tákn á skiltinu mega ekki vera það upplituð að erfitt sé að lesa.

Ef ekki er hægt að staðfesta með sjónmati hvort kröfur um endingu skiltisins séu uppfylltar er hægt að framkvæma mælingar á endurskini, kontrast-hlutfalli milli tákna og grunnflatar og litahnitum.

Með mælingunum þarf að vera hægt að staðfesta að:
  • endurskin við lýsingu með bílljósi, sé meira en 85% af þeirri kröfu sem gerð er til nýs efnis sbr. ÍST EN 12899-1:2001, töflur 8-9
  • litahnitin við dagsljós liggi innan þeirra marka sem upp eru gefin í staðli ÍST EN 12899-1:2001, töflur 3-7


Show details for Viðurkennd vörumerki endurskinsfilmaViðurkennd vörumerki endurskinsfilma
Show details for ViðloðunViðloðun
Show details for EfnamótstaðaEfnamótstaða
Tenging á heimasíðu ITÍ. Listi yfir viðurkennd vörumerki endurskinsfilma. Endurskinsfilmur og blek til nota á skilti á Íslandi