Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-019
Útgáfudagur:01/08/2007
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
2 Tæknilegar kröfur til umferðarmerkja

Show details for MerkjaplöturMerkjaplötur
Show details for Litur, lögun, stærð og táknmyndirLitur, lögun, stærð og táknmyndir
Show details for Merking umferðarmerkjaMerking umferðarmerkja
Hide details for Flokkar yfirborðsefnaFlokkar yfirborðsefna
Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Umferðarmerki skulu eftir því sem þörf þykir glituð eða lýst þannig að þau sjáist vel í myrkri.

Reglur Vegagerðarinnar:
Yfirborðsefnum fyrir umferðaskilti er skipt í fjóra flokka eftir ljóstæknilegum eiginleikum, enskt heiti í sviga:
  • Flokkur 1 – Skilti sem eru lýst innan frá (“diffuse transmission”)
  • Flokkur 2 – Skilti sem eru lýst utan frá (“diffuse reflektion”)
  • Flokkur 3 – Skilti með venjulegt endurskin (“retroreflektion”)
  • Flokkur 4 – Skilti með sterkt endurskin (“strong retroflektion”)
Kröfur um veggjakrotsþolna filmu sem bætist ofan á ofangreinda flokka eru settar í þéttbýli og/eða þar sem veggjakrot hefur verið vandamál.

Í flokki 1 eru gjarnan boðmerki sem sett er á umferðareyjar milli akreina.
Í flokki 2 eru gjarnan vegvísar og akreinamerki sem sett eru ofan við akbrautir.
Í flokki 3 eru öll venjuleg merki.
Í flokki 4 eru merki þar sem þörf er á miklu endurskini. Endurskin í flokki 4 er sambærilegt við endurskin í kantstikum

Ljóstæknilegir eiginleikar
Ljóstæknilegir eiginleikar skulu vera í samræmi við ÍST EN 12899-1:2001. Þar skulu skiltin uppfylla kröfur í eftirfarandi liðum staðalsins:
Kröfur til ljóstæknilegra eiginleika
Flokkur 1
Liður 5.2.1.3, 5.2.3, 5.2.4 og 5.2.5. Skilti skal hafa birtustig L1, L2 eða L3 skv. lið 5.2.3, í samræmi við frekari skilgreiningu kaupenda hverju sinni.
Flokkur 2
Liður 5.2.1.1
Flokkur 3
Liður 5.2.1.2, Class Ref. 1 í lið 5.2.2
Flokkur 4
Liður 5.2.1.2, Class Ref. 2 í lið 5.2.2
ÍST EN staðalinn er hægt að nálgast hjá Staðlaráði Íslands.
Endurskin skal vera á öllum öðrum litum en svörtum.

Upplýst umferðaskilti
Lýsingarbúnaðurinn á að hafa góða litarendurgjöf, með litarendurgjafarstuðul (Ra) að lágmarki 50.

Flokkur 1 - Skilti sem eru lýst innan frá
Skilti sem lýst eru innan frá skullu uppfylla efnamótstöðuflokk II (sjá neðar). Efni í skilti skal vera steypt 6 mm höggþolið akrýlefni ("impact acryl").
Skilti skulu uppfylla eftirfarandi liði samkv. ÍST EN 12899-1:2001:
  • Class L2 skv. lið 5.2.3
  • Varnarbúnaðaður skv. lið 5.3.8 skal vera IP65.
  • "Power factor" skv. lið 5.4.3. skal vera 0,9.
  • Ekki skal gera ráð fyrir varaaflsgjafa skv. lið 5.4.4. Líftími pera skal vera 10.000 klst.
Að öðru leyti skulu skiltin uppfylla almennar kröfur ÍST EN 12899-1:2001 og aðra íslenska staðla og reglugerðir.

Flokkur 2 - Upplýst umferðaskilti, lýst utan frá:

  • Meðal birta (lýsingarstyrkur) á umferðarskiltum sem upplýst eru með ytra ljósi á að vera 450 lúx.
  • Lágmarks birta á upplýstum leiðarmerkjum, vegvísum og minni merkjum á að vera 1/3 af hámarks gildi.
  • Lágmarks birta á upplýstum stærri skiltum á að vera 1/6 af hámarks gildi.
  • Þar sem upplýst skilti er hengt upp yfir akbraut á skiltið helst að vera upplýst neðan frá, til þess að forðast að birta frá lýsingarbúnaði skiltis falli á akbrautina.
  • Lýsingarbúnaðurinn sem notaður er þarf að vera að mestu hulinn og í láréttu plani miðað við akrein

Show details for Reglur um gæðamat á nýjum skiltum og við endurnýjun skiltaReglur um gæðamat á nýjum skiltum og við endurnýjun skilta
Show details for Viðurkennd vörumerki endurskinsfilmaViðurkennd vörumerki endurskinsfilma
Show details for ViðloðunViðloðun
Show details for EfnamótstaðaEfnamótstaða
Tenging á heimasíðu ITÍ. Listi yfir viðurkennd vörumerki endurskinsfilma. Endurskinsfilmur og blek til nota á skilti á Íslandi