Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-020
Útgáfudagur:03/14/2007
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
6 2. Ákvæði reglugerðar nr. 289/1995 um merkingar á yfirborði vega

II. MERKING Á YFIRBORÐI VEGA
22. gr.

Þar sem vegur er með bundnu slitlagi má marka hann með hvítum línum til leiðbeiningar umferðinni. Línur samkvæmt 33. gr. skulu þó vera gular. Þar sem ekki er götulýsing má glita línur eftir því sem fært þykir.


L11


L12


L21


L22


L23


L24
L. Merking langsum eftir akbraut.

23. gr.

Miðlína (L1x-2x),
er milli umferðar í gagnstæðar áttir. Veg utan þéttbýlis sem er með 5,5 m breiða akbraut eða breiðari skal marka með miðlínu. Óháð breidd akbrautar skal einnig marka akbraut með miðlínu þar sem vegsýn er takmörkuð, áður en komið er að gangbraut, stöðvunarlínu, umferðareyju, umferðarmerki á akbraut eða stað þar sem fyrirstaða er á akbraut. Miðlínur skulu vera 100-200 mm breiðar og eru þessar:
a. Óbrotin lína [(hindrunarlína)] [Rg. nr. 348/1998] (L11) sem gefur til kynna að hættulegt sé að aka yfir hana og óheimilt nema brýna nauðsyn beri til. Miðlína milli umferðar í gagnstæðar áttir á vegi með fleiri en tvær akreinar skal vera tvöföld (L12).
b. Hálfbrotin lína (L21) (línan þrisvar sinnum lengri en bilið) sem gefur til kynna að varhugavert sé að aka yfir hana og óheimilt nema með sérstakri varúð.
c. Hálfbrotin lína við hliðina á heilli línu (L22) sem gefur til kynna að varhugavert sé að aka yfir línurnar og óheimilt nema með sérstakri varúð og að hættulegt sé og óheimilt að aka yfir þær þeim megin frá sem heila línan er.
d. Fullbrotin lína (L23) (línan einn þriðji af bilinu) sem gefur til kynna að aka megi yfir hana, enda sé gætt fyllstu varúðar.
e. Fullbrotin lína við hliðina á heilli línu (L24) sem gefur til kynna að aka megi yfir línurnar þeim megin frá sem brotna línan er, enda sé gætt fyllstu varúðar, og að hættulegt sé og óheimilt að aka yfir þær þeim megin frá sem heila línan er.

L31


L32
24. gr.

Deililína (L3x)
er milli umferðar í sömu átt á akbraut, enda sé breidd hverrar reinar 2,75 m eða meiri. Línur sem marka akreinar fyrir almenna umferð skulu vera 100-150 mm breiðar en þær sem marka aðreinar, fráreinar eða akreinar fyrir sérstaka umferð, t.d. strætisvagna, skulu vera 200-300 mm breiðar. Deililínur eru þessar:
a) Óbrotin lína [(hindrunarlína)] [Rg. nr. 348/1998] (L31) sem gefur til kynna að hættulegt sé að aka yfir hana og óheimilt nema brýna nauðsyn beri til.
b) Brotin lína (L32) (línan einn þriðji af bilinu) sem gefur til kynna að aka megi yfir hana, enda sé gætt fyllstu varúðar.

L41


L42


L43
25. gr.

Kantlína (L4x)
markar brún akbrautar. Kantlínur skulu vera 100-200 mm breiðar. Þær eru þessar:
a. Óbrotin lína (L41) sem markar þann hluta akbrautar sem ætlaður er vélknúnum ökutækjum. Óheimilt er að aka yfir hana nema nauðsyn beri til og skal þá gætt ýtrustu varúðar.
b. Brotin lína (L42) (línan jafn löng bilinu) sem markar brún akbrautar á mjóum vegi sem ekki er markaður með miðlínu eða þar sem er ekki brýn þörf á óbrotinni kantlínu. Brotnar kantlínur (L43) marka að auki akbraut gagnvart hliðarvegi, útskotum, bifreiðastæðum og leiðum að og frá þjónustustöðum. Heimilt er að aka yfir brotna kantlínu, enda sé gætt fyllstu varúðar.

L44
26. gr.

Stýrilína (L44)
er brotin lína sem nota má til þess að afmarka sérstakar akreinar fyrir umferð sem beygir á vegamótum. Stýrilínur skulu vera 100-200 mm breiðar.


M11
M. Merking þversum á akbraut.

27. gr.

Stöðvunarlína (M11)
er óbrotin lína þvert á akbraut og sýnir hvar nema skal staðar við vegamót eða gangbrautarljós. Breidd stöðvunarlínu skal vera 300-600 mm.

M12
28. gr.

Biðskyldumerking (M12)
er röð þríhyrninga þvert á akbraut. Hún sýnir frá hvaða stað á akbrautinni ökumaður hefur biðskyldu við vegamót. Breidd biðskyldumerkingar skal vera 300-600 mm

M13
29. gr.

Gangbraut (M13)
yfir akbraut skal að jafnaði merkt með hvítum samhliða röndum langsum á vegi. Heimilt er þó að merkja gangbraut með tveimur óbrotnum línum eða bóluröðum þvert yfir akbrautina. Merkingu þessa má einnig nota þar sem hjólreiðastígur eða reiðvegur þverar veg.


N11
N. Aðrar merkingar á yfirborði vega.

30. gr.

Bannsvæði
(N11) er svæði á vegi eða götu sem ekki eru ætlað umferð eða stöðu ökutækja. Bannsvæði skal afmarka með óbrotnum línum og auðkenna með skálínum sem mynda sem næst 45° horn við akstursstefnu. Breidd skálína skal vera 200-500 mm.

N21

N24 N31 N32 N33
31. gr.

Stefnuör (N2x). Áletranir (N3x).
Stefnuör á akbraut bendir á þá akrein sem nota skal ef ætlunin er að aka í þá átt sem örin vísar. Önnur tákn eða letur má setja á akbraut til að vekja athygli á umferðarmerkjum eða öðrum atriðum umferðinni viðkomandi. Miðja stefnuörva og áletrana skal alltaf vera á miðju akbrautar (akreinar).

N41 N42
32. gr.

Bifreiðastæði (N41)
eru merkt með 50-100 mm breiðum línum, heilum eða brotnum. Þegar ökutæki er lagt á merkt stæði skal það allt vera innan línanna.
N41 N42 Bifreiðastæði ætluð sérstökum aðilum (N42) eru merkt á sama hátt en með hornalínum að auki.

N51


N52
33. gr.

Gul óbrotin lína
(N51 ) á eða meðfram brún akbrautar afmarkar nánar bann við því að ökutæki sé stöðvað þar.
Gul brotin lína (N52) á eða meðfram brún akbrautar afmarkar nánar bann við því að ökutæki sé lagt þar.