Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-019
Útgáfudagur:01/30/2007
Útgáfa:1.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
Rammareglur Vegvísun

Hide details for VegnúmerakerfiðVegnúmerakerfið
Vegnúmerakerfið er byggt upp á eftirfarandi hátt:
Landinu er skipt í 8 númerasvæði, sem eru þau sömu og gömlu kjördæmin með þeirri undantekningu að Suðurlandskjördæmi er skipt í tvö svæði.

Númerin eru ferns konar :
  1. Vegur með einum tölustaf í númeri, þ.e. Hringvegurinn er nr. 1.
  2. Aðalvegir á svæðinu, sem meðal annars tengja saman svæði eru með tvo tölustafi í númeri.
  3. Aðrir vegir á svæðinu eru með þrjá tölustafi í númeri.
  4. Fjallvegir (hálendisvegir) eru með F framan við númerið. Geta bæði verið með tveggja tölustafa eða þriggja tölustafa númeri.

Hringurinn hefst austast í Vestur-Skaftafellssýslu og síðan hækka númerin þegar haldið er réttsælis hringinn í kring um landið. Vestur-Skaftafellssýsla og Rangárvallasýsla, sem er fyrsta númerasvæðið, er númer 2. (ekkert númersvæði er númer 1 af tæknilegum ástæðum). Árnessýsla er númersvæði 3 og Reykjaneskjördæmi nr 4, o.s.frv.
Á númersvæði 2 hefjast öll vegnúmer á tölustafnum 2 (nema Hringvegur er alls staðar nr 1) og á númersvæði 3 hefjast öll vegnúmer á tölustafnum 3 o.s.frv.
Þannig eru aðalvegir á númersvæði 2, númer tuttugu og eitthvað og aðrir vegir númer tvöhundruð og eitthvað. Landvegur er t.d. nr. 26 og Meðallandsvegur nr. 204
Á númersvæði 3 er t.d Skeiðavegur nr. 30 en Urriðafossvegur nr. 302.
Hringurinn endar svo á Austurlandi, sem er númersvæði 9 og þar hefjast öll vegnúmer á tölustafnum 9.

Show details for Reglur um vegvísunReglur um vegvísun
Tenging á mynd af stofn- og tengivegum